Site icon Útvarp Saga

Margvíslegar nýjungar í frumvarpi til laga um skráningu einstaklinga

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mælti á Alþingi í vikunni fyrir frumvarpi til laga um skráningu einstaklinga. Megininntak laganna er hvaða upplýsingar skuli skrá í þjóðskrá, hvernig þær eru skráðar og hvernig þeim er miðlað. Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu frá 1962.

Markmið frumvarpsins er að gera mögulegt að halda áreiðanlega skrá yfir einstaklinga, að skráning þeirra sé rétt og skapi öruggan grundvöll fyrir tiltekin réttindi og tilteknar skyldur einstaklinga. Þá er það markmið frumvarpsins að skráning upplýsingar í þjóðskrá byggist á bestu fáanlegu gögnum á hverjum tíma. 

Í framsöguræðu sinni benti Sigurður Ingi á mikilvægi þjóðskrár hér á landi. „Þjóðskrá er sú skrá sem nær allt okkar samfélag byggist á. Hvort sem litið er til skattheimtu ríkis og sveitarfélaga, bótakerfisins, starfsemi fjármálastofnana eða viðskiptamannakerfis atvinnulífsins gegnir þjóðskráin lykilhlutverki. Þannig skiptir gríðarlega miklu máli að vel sé haldið utan um skrána og það tryggt eftir fremsta megni að skráin sé rétt og örugg,“ sagði ráðherra.

Þetta eru helstu nýjungarnar:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla