Site icon Útvarp Saga

Tilkynningum um innbrot í heimahús fækkar

Tilkynningum um innbrot í heimahús hefur farið fækkandi á síðastliðnum 13 mánuðum. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um afbrotatölfræði. Þar segir að í mars hafi tilkynningum um þjófnaði fækkað ef miðað við meðalfjölda síðustu sex og síðustu 12 mánuði á undan. Þar af fækkaði innbrotum hlutfallslega mest. Í mars bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um 48 prósent færri tilkynningar um innbrot í heimahús en bárust í febrúar. Í mars voru 23 þjófnaðir á reiðhjólum tilkynntir til lögreglu. Þá segir að Þónokkur fjölgun hafi verið á fíkniefnamálum sem upp komu í embættinu í mars auk þess sem fleiri umferðarlagabrot voru skráð, en ekki hafa fleiri umferðarlagabrot verið skráð í einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu síðan í janúar 2016.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla