Site icon Útvarp Saga

Ungverska sendinefndin í Svíþjóð: „Sænskir ​​stjórnmálamenn ljúga“

Csaba Hende, varaforseti ungverska þingsins leiðir sendinefnd Ungverjalands til að ræða Natóumsókn Svíþjóðar og einnig allan óhróður sem aðallega sænskir jafnaðarmenn hafa dreift um Ungverjaland. (Mynd © Saeima CC 2.0).

Varaforseti ungverska þingsins, Csaba Hende, sakar sænska stjórnmálamenn um að dreifa lygum eftir fund með sænskum þingmönnum í Svíþjóð.

Á þriðjudag tók Andreas Norlén forseti sænska þingsins á móti varaforseta ungverska þingsins, Csaba Hende, sem mætti með sendinefnd frá Ungverjalandi til fundar með sænskum þingmönnum. Er ferðin farin vegna þess að ungverska þingið mun fljótlega taka til umræðu og ákvörðunar, hvort Ungverjaland viðurkenni Svíþjóð sem fullgildan aðila að Nató. Svíþjóð, einkum sænskir jafnaðarmenn, hafa verið duglegir innan ESB að kasta skít í Ungverja vegna sjálfstæðrar stefnu landsins t.d. í fjölskyldumálum.

Í sænsku sendinefndinni voru m.a. fyrsti varaforseti þingsins Kenneth G Forslund og þingmenn utanríkismálanefndar, varnarmálanefndar og ESB nefndarinnar. Andreas Norlén forseti sænska þingsins segir:

„Þetta var uppbyggilegur fundur í góðum anda og að frumkvæði Ungverja og var rætt um áframhaldandi fullgildingarferli á NATO-umsókn Svíþjóðar, sem er til umræðu á ungverska þinginu.“

Styðja aðild Svía að Nató og ásaka samtímis sænska stjórnmálamenn um að breiða út lygar um Ungverjaland

Csaba Hende sagði í kjölfarið við TT, að hann væri ánægður með fundinn og að Ungverjaland styðji aðild Svíþjóðar að NATO. Samtímis sakar hann sænska stjórnmálamenn um að „breiða út lygar“ um Ungverjaland og meinta annmarka landsins varðandi „reglur réttarríkisins“ sem eru þau orð sem ESB notar til að lýsa fölskum ásökunum á hendur Ungverjalandi, sem fer ekki alltaf eftir tilskipunum frá Brussel. Csaba Hendi segir við TT:

„Það væri æskilegt að sænskir ​​stjórnmálamenn, fulltrúar ríkisstjórnarinnar og fulltrúar á ESB-þinginu, gæfu ekki til kynna algjörlega ósannar staðreyndir eða gefi í skyn að það sé skortur á réttarríkisreglum í einu landi.“

Búist er við að ákvörðun um aðild Svía að NATO verði tekin af ungverska þinginu síðar í mars. Sjá nánar hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla