Ungverjaland: „Svíþjóð dreifir falsfréttum um okkur“

Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, er óhress með pólitískan uppspuna sænskra jafnaðarmanna um Ungverjaland. Ungverska þingið er eina Nató-ríkið fyrir utan Tyrkland, sem ekki hefur samþykkt Nató-umsókn Svíþjóðar. (Mynd © Cacilleria del Ecuador CC 4.0).

Ungverjaland mun senda sendinefnd til Svíþjóðar áður en ákvörðun verður tekin um að fullgilda Nató-umsókn hins norræna ríkis.

Peter Szijjarto utanríkisráðherra Ungverjalands segir í viðtali við sænska sjónvarpið SVT, að samband Ungverjalands og Svíþjóðar sé ekki hið besta. Mun ungverska sendinefndin taka sérstaklega til umræðu við sænska embættismenn, hvernig þeir hafa móðgað ungverska þingmenn:

„Undanfarin ár hafa lygar og uppspunafréttir um Ungverjaland verið dreift nokkuð reglulega af embættismönnum Svíþjóðar. Til að bregðast við réttmætum áhyggjum af þessu höfum við ákveðið að senda sendinefnd til þinga beggja landanna, sem mun biðja forseta viðkomandi þinga að setja saman nefnd til að ræða málið.“

Líkti Ungverjalandi við Þýskaland nasista

Fyrir utan Tyrkland er Ungverjaland eina Nató-ríkið sem hefur ekki enn fullgilt Nató-umsókn Svíþjóðar og Finnlands. Ferlið hefur tafist og hefur Viktor Orban forsætisráðherra vísað til þess, að þingflokkarnir séu ósammála um málið og að ræða þurfi málið betur.

Ungverjaland hefur ekki viljað vera þátttakandi í þriðjaheims innflytjenda- og menningarmarxisma Evrópusambandsins og vestrænna ríkja, sem hefur leitt til vandræða í Brussel. Framkvæmdastjórn ESB hótar meðal annars að frysta greiðslur yfir 80 milljarða sænskra króna með vísan til þess, að Ungverjaland standi ekki undir „reglum réttarríkisins.“

Ungverjar hafa áður brugðist hart við athugasemdum af hálfu sænsku ríkisstjórnarinnar, þar á meðal árið 2019 þegar þáverandi tryggingamálaráðherra, Annika Strandhäll, frá sósíaldemókrötum, líkti Ungverjalandi við Þýskaland nasista samanber tíst hennar hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila