Site icon Útvarp Saga

Unnið að stefnu og framtíðarsýn í málefnum innflytjenda

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið vinnur nú í fyrsta sinn að stefnu og framtíðarsýn í málefnum innflytjenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.

Í tilkynningunni segir að markmiðið sé að fólk sem sest að hér á landi hafi tækifæri til inngildingar  og virkrar þátttöku í samfélaginu og á vinnumarkaði. Samtal og samráð við íbúa, sérstaklega innflytjendur, er mikilvægt í þessari vinnu.

Því ætlar Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið að halda fundarröð þar sem fólki er boðið til samtals um málefnið en farið verður hringinn í kringum landið með fundarröðina og eru innflytjendur sérstaklega hvattir til að mæta.

Fram kemur að fundirnir verði bæði túlkaðir á ensku og pólsku.

Hér má sjá staðsetningar og tímasetningar fundanna.

Staðsetningar / Locations / Lokalizacje:

Akureyri

Ísafjörður

Samtal í janúar / Meetings in January:  

BorgarnesEgilsstaðirReykjanesbærReykjavíkSelfoss – dagsetningar birtar síðar. 

Birt hefur verið stöðumat og valkostagreining (grænbók) sem inniheldur drög að lykilviðfangsefnum í væntanlegri stefnu um málefni innflytjenda og flóttafólks. Í framhaldinu verður stefna mótuð (hvítbók) sem lögð verður fram á Alþingi sem þingsályktunartillaga. 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla