Site icon Útvarp Saga

Mikilvægar upplýsingar fyrir Íslendinga erlendis

Utanríkisráðuneytið hefur sett upp sérstaka upplýsingasíðu fyrir þá íslendinga sem eru erlendis og þá Íslendinga sem hyggja á ferðalög til annara landa, þar eru allar mikilvægar upplýsingar, auk nauðsynlegra símanúmera á einum stað. Í kvöld birti Utanríkisráðuneytið skilaboð frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þar sem hann greindi frá því að hætta væri á að allar flugleiðir til Íslands gætu lokast innan skamms.

Á síðunni má meðal annars sjá lista yfir þau lönd sem teljast til áhættusvæða og upplýsingar um ferðatakmarkanir sem geta tekið breytingum á degi hverjum og hvað sé hægt að gera verði maður strandaglópur erlendis. Rétt er að ráðleggja lesendum að skoða vefsíðuna daglega til þess að kynna sér allar nýjustu upplýsingar. Smelltu hér til þess að skoða vefsíðuna.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla