Site icon Útvarp Saga

Veðurspá: Veður skaplegt á höfuðborgarsvæðinu en bálhvasst fyrir vestan

Þessa stundina er nokkuð þokkalegt veður á höfuðborgarsvæðinu en um 20 metrar á sekúndu á Vestfjörðum og á Snæfellsnesi allt að 21 metri á sekúndu. Það verður nokkuð umhleypingasamt veður næstu daga þar sem skiptist á með slyddu, skúrum og snjókomu.

Höfuðborgarsvæðið

Suðvestan 13-20 m/s og él, hiti um eða yfir frostmarki. Fer að lægja síðdegis á morgun.

Faxaflói

Suðvestan 15-23 m/s eftir hádegi og él. Dregur úr vindi um tíma í kvöld. Hiti um eða yfir frostmarki. Minnkandi vestanátt eftir hádegi á morgun og styttir upp.

Landið allt næstu daga

Á föstudag:
Suðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s, snjókoma víða og hiti um frostmark. Rigning S-til á landinu síðdegis og hlýnar þar.

Á laugardag:
Vestlæg átt 5-13 m/s og úrkomulítið, en snjókoma í fyrstu A-lands. Frost 0 til 7 stig. Bætir í vind um kvöldið og byrjar að snjóa V-til.

Á sunnudag:
Vaxandi suðvestanátt með hlýnandi veðri og rigningu víða, en úrkomulítið A-lands.

Á mánudag:
Stíf suðlæg átt, rigning með köflum og milt veður, en úrkomulítið N- og A-lands.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir vaxandi vestlæga átt og rigningu, en síðan snjókomu V-lands og kólnar í veðri.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla