Site icon Útvarp Saga

Veiða mætti fátt ef hvalfriðunarsinnar mættu ráða – Eru á móti öllum veiðum

Ef hvalfriðunarsinnar og samtök þeirra mættu ráða væri fátt í sjónum sem mætti veiða því þeir séu í raun á móti öllum veiðum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kristjáns Loftssonar forstjóra Hvals hfí síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Kristján bendir á að hvalfriðunarsinnar hafi í auknum mæli farið að beita sér gegn almennum fiskveiðum, botnvörpuveiðum og svo framvegis, auk þess sem þeir vilji alfarið friða höfin. Þá hræða þeir þá aðila sem taka að sér að flytja hvalkjöt og jafnvel aðrar tegundir á þann hátt að félög óttast að missa viðskipti flytji þau afurðir sem friðunarsinnum þóknist ekki.

„þetta eru hópar sem ég hef nú kallað anti everything því þeir eru hreinlega á móti öllu, virkjunum, fiskveiðum, hvalveiðum, bara nefndu það, þeir eru bókstaflega á móti öllu, þetta hefur loðað meira við vinstrimenn en þó alls ekki alla“ segir Kristján.

Matvælaöryggi ekki bætt með hvalveiðibanni

Kristján segir klárt að matvælaöryggið verði að minnsta kosti ekki bætt með því að banna hvalveiðar, auk þess sem bann við hvalveiðum myndi einungis skapa önnur vandamál. Hann segir jafnfram Parísarsamkomulagið vera út í hött og ástandið í framtíðinni yrði ekki björgulegt ef farið yrði eftir því.

„ætli fiskiskip framtíðarinnar yrðu ekki að sigla bara undir vindseglum því það má ekkert lengur, það bætir ekkert að setja fyrirtæki á Íslandi á hausinn í röðum, það myndi nú ekkert bjarga loftslaginu, það ætti auðvitað að beina kastljósinu og aðgerðum á þá staði þar sem mengunin er“ segir Kristján.

Fjölmiðlar halda öfgahópum hvalfriðunarsinna á lífi

Hann segir að ef ekki væri fyrir umfjöllum fjölmiðla um hvalfriðunarhópa þá væru þeir einfaldlega ekki til.

„þeir þrífast og lifa á því að fjallað sé um þá, þetta er bara ákveðinn business, ef það væri ekki fjallað um þessa hópa þá væru þeir ekki til, svo einfalt er það segir Kristján

Undirbýr að hefja hvalveiðar í sumar

Hann segir að nú sé komið leyfi frá Matvælastofnun á vinnslu hvalaafurða og því geri hann ráð fyrir að hefja veiðar í sumar. Kristján segir tvo báta vera klára til veiða, Hvalur 8 og Hvalur 9. Aðspurður um hvort hann telji eitthvað til í að hvalir séu í útrýmingarhættu bendir Kristján á að samkvæmt viðmiðum sé í lagi að veiða 160 dýr árlega án þess að það hafi teljandi áhrif á stofninn sem telji 130.000 dýr. Hann segist þó á móti rányrkju eins og stunduð var fyrir seinni heimsstyrjöld þar sem margar þjóðir voru að veiðum á tiltölulega þröngu svæði.

Íslensk stjórnvöld hafa látið hafa sig að fíflum

Viðskiptaþvinganir sem settar voru gegn rússum árið 2014 og þátttaka íslenskra stjórnvalda í þeim sýna að stjórnvöld hér á landi hafa látið hafa sig að fíflum, það sjáist best að margar aðrar þjóðir hafa haldið áfram viðskiptum við rússa. Önnur lönd hafi einfaldlega fengið bitann sem Ísland hefði annars fengið.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/2022/03/Siddegis-Kristjan-loftsson-30.03.2022.mp3

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla