Site icon Útvarp Saga

Fimmtán liggja smitaðir á sjúkrahúsi – Tveir á gjörgæslu og einn í öndunarvél

Nú hafa alls 737 smit Kórónaveiru verið staðfest hér á landi, þar af eru 669 í einangrun, fimmtán á sjúkrahúsi, tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. Þetta var meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Landlæknis í dag.

Á fundinum kom einnig fram að Embætti sóttvarnalæknis og Embætti landlæknis hefðu sent sameiginilega hvatningu til skólastjórnenda, kennara og foreldra þar sem foreldrar voru hvattir til þess að senda þau börn sem væru heilbrigð í skóla. Margir foreldrar hafa undrast nokkuð þessa yfirlýsingu enda telji margir að hún sé í hróplegu ósamræmi við þá ógn sem af veirunni, sem sé tiltölulega lítið þekkt.

Rétt er að geta þess að alls hafa nú 15 börn á Íslandi 10 ára og yngri greinst með veiruna, en ekki liggja fyrir staðfestar tölur um börn sem eru eldri.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla