Site icon Útvarp Saga

Vilja draga úr skuldasöfnun ungra foreldra með hækkun fæðingarorlofs

bjortolafsfrettaBjört Ólafsdóttir frambjóðandi Bjartrar framtíðar segir að flokkurinn vilji draga úr skuldasöfnun ungra foreldra með því að hækka heildarupphæð fæðingarorlofs. Björt sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag bendir á að þar sem að sú upphæð sem fólk fær úr fæðingarorlofssjóði nái ekki því sem nemur fullum launum skuldsetji margir foreldrar sig með því að brúa bilið með lántöku „ ungir foreldrar hafa hreinlega ekki efni á að taka fæðingarorlof og ég bara skil ekki hvernig fólk kemst af, og það sem við höfum verið að sjá er það að ungar fjölskyldur eru að taka skammtímalán og það er út af þessum hlutum, þá er bara tekið lán í banka til þess að reyna að fleyta sér í gegnum þessa mánuði sem fæðingarorlofið stendur„,segir Björt.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/bjort201016.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla