Site icon Útvarp Saga

Vill að stjórnvöld skoði þann möguleika að hafa sérreglur fyrir börn á flótta – Segir egypsku fjölskylduna í lífshættu

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar vill að stjórnvöl skoði þann möguleika að setja sérreglur fyrir börn á flótta svo hægt verði að veita þeim vernd hér á landi. Þetta kom fram í máli Helgu Völu í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Helga segir að ef slíkar reglur væru settar sjái hún fyrir sér að reglurnar myndu ekki einungis eiga við um börn sem koma hingað til lands eins síns liðs

þá myndu fjölskyldur eins og Egypska fjölskyldan sem mikið hefur verðið fjallað um fá vernd á grundvelli réttinda barna sinna„, segir Helga Vala.


Segir egypsku fjölskylduna í lífshættu


Helga Vala segir að egypska fjölskyldan sem nú sé í felum sé í lífshættu vegna stjórnmálaskoðana fjölskyldföðurins, það sé það sem hafi neytt hafi hana til þess að fara í felur

það er þannig að þau eru að berjast fyrir lífi sínu“. Aðspurð um hvort það hafi verið færðar sönnur á að fjölskyldan væri í lífshættu segir Helga svo vera “ það eru til skjöl um það, ég hef þau skjöl ekki en þau eru til„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/viðtal-helga-vala-helgadóttir-18.09.20.mp3
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla