Site icon Útvarp Saga

Vill setja á fót stöðugleikasjóð

Lilja Dögg Alfreðsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill setja á fót stöðugleikasjóð og fjárfesta til framtíðar í þeim tilgangi að tryggja burðarstoðir samfélagsins. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Lilju í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Lilja segir að hún myndi vilja sjá slíkan sjóð verða að veruleika að norskri fyrirmynd „við verðum að horfa jafnt á allar útflutningsstoðir, það þarf ekki annað en olíuslys sem myndi raska sjávarútveginum eða ef eitthvað annað kæmi til dæmis fyrir sem myndi koma illa við ferðamannaiðnaðinn, þess vegna þurfum við stöðugleikasjóð og fjárfesta til framtíðar„,segir Lilja. Lilja bendir á að samfélagið sé að breytast hratt og nauðsynlegt sé að ræða framtíðina „störfin eru að breytast mjög mikið og þjóðin er að eldast og það þýðir ekki að ræða þetta seinna, það þarf að gerast núna„. Viðtalið við Lilju verður endurflutt í kvöld kl.22:00.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla