Site icon Útvarp Saga

„Vinátta er grundvöllur minnar lífsspeki“

Ólafur F. Magnússon læknir, tónlistarmaður og fyrrverandi borgarstjóri.

Ólafur F. Magnússon læknir, tónlistarmaður og fyrrverandi borgarstjóri segir að hann hafi ekki vitað af hæfileikum sínum í tónlist fyrr en hann hafði gengið í gegnum djúpa dali þunglyndis, en frá því hann uppgvötaði tónlistarhæfileika sína hefur hann samið mörg kvæði og lög. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ólafs í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Hauks Haukssonar. Ólafur segir að vináttan hafi helst verið hans yrkisefni „vináttan er grundvöllur minnar lífsspeki“,segir Ólafur. Ólafur hefur birt flest laga sinna á Youtube en með því að smella hér má sjá rjómann af þeim lögum sem Ólafur hefur samið. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/síðdegi-b-18.9.18.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla