Site icon Útvarp Saga

Halda ráðstefnu um nýjar áskoranir á vinnumarkaði og í vinnuumhverfinu

Stjórnvöld í samvinnu við aðila á vinnumarkaði halda ráðstefnu á Grand Hótel 7. nóvember næstkomandi undir yfirskriftinni „The Working Conditions of Tomorrow.“

Í tilkynningu segir að á síðustu árum hafi íslenskur og norrænn vinnumarkaður breyst mikið og orðið flóknari. Víða hafi einnig verið mikil eftirspurn eftir vinnuafli sem hefur kallað á nýjar áskoranir á vinnumarkaði vegna mikillar fjölgunar erlendra starfsmanna, skammtímaráðninga og fjölbreyttra ráðningarforma. Jafnframt er aldursamsetning þjóðarinnar að breytast, ungum fækkar og eldri starfsmönnum fjölgar.

Þá segir í tilkynningunni að erlendir
starfsmenn séu síður upplýstir um íslenskt vinnuumhverfi og rétt sinn á vinnumarkaðnum. Slíkt auki líkur á félagslegum undirboðum, brotastarfsemi og mansali sem sé ógn við heilbrigðan vinnumarkað. Miklu máli skipti að litið sé til allra þessara þátta þegar skapa á gott vinnuumhverfi sem hæfir öllum og eykur velsæld.

Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar fjalla um þessar áskoranir frá mismunandi sjónarhornum:


Fyrirlesarar eru norrænir sérfræðingar í vinnuumhverfis-/vinnumarkaðsmálum og opinberum innkaupum sem og innlendir fyrirlesarar frá fyrirtækjum og stofnunum. Í lok
ráðstefnunnar verður pallborð með þátttöku félagsmálaráðherra, aðila vinnumarkaðarins og annarra sérfræðinga.

Markhópar ráðstefnunnar eru:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla