Site icon Útvarp Saga

Yfirvöld gætu verið skaðabótaskyld vegna barna sem fá aukaverkanir af Covid-19 bólefnum

Guðmundur Karl Snæbjörnsson sérfræðingur í heimilislækningum

Íslensk yfirvöld gætu orðið skaðabótaskyld ef þau hlusta ekki á og rannsaka þær aðvarnir sem hafa komið fram gagnvart Covid-19 bóluefnum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í opnu bréfi Guðmnundar Karls Snæbjörnssonar sérfræðings í heimilislækningum til sóttvarnayfirvalda.

Í bréfinu tiltekur Guðmundur nákvæmlega hvaða aukaverkanir hafi komið fram og hver áhættan sé. Bréfið byggir á opnu bréfi áttatíu og fjögurra lækna og fræðimanna dagsettu þann 10. febrúar sl. sem sent var sérfræðinganefnd ríkisstjórnar Bretlands (JCVI). Segir Guðmundur að efni bréfsins eigi ekki síður erindi til íslenskra sóttvarnaryfirvalda en breskra, enda liggi sömu vísindi og rök til grundvallar.

„Stjórnvöld voru hvött til að gera hlé á bólusetningum barna á meðan nánari athugun færi fram á
fyrirliggjandi gögnum þess tíma og metið yrði að nýju hlutfall ávinnings vs áhættu. Einnig var bent
á að þegar fyrra mat heilbrigðisyfirvalda var ákveðið, í ágúst 2021, hefðu engin læknisfræðileg rök
legið fyrir því að bólusetja 12-15 ára heilbrigð börn. Nú hafa bæst við enn frekari varúðarmerki og því bæði brýnt og skylt að gera nýtt áhættumat um bólusetningu barna, hvað þá yngri barna.“ segir í bréfinu.

.https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/2022/02/OPID-BRÉF-til-sóttvarnayfirvalda-feb-2022.pdf

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla