Áhersla lögð á blandaða byggð á Vatnsmýrarsvæðinu

hjalmarsveinsson14febHjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að mikil áhersla lögð á að vera með blandaða byggð á Vatnsmýrarsvæðinu þ,e blöndu af íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði og þjónustuhúsnæði. Hjálmar sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag segir að meginstefið að baki þeirri hugsun að byggt sé í Vatnsmýri sé þétting byggðar sem leiðir aftur til öflugri samgangna í borginni. Hann telur jafnfram að það sé ekki dýrara að byggja í Vatnsmýrinni þrátt fyrir að um sé að ræða mýri og langt sé niður á fastan jarðveg “ var nokkuð dýrara að byggja í Norðurmýrinni eða Kringlumýri?„spyr Hjálmar. Þátturinn verður endurfluttur kl.22:00 í kvöld.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila