Aldraðir telja heilbrigðisþjónustu hafa versnað en flestir segja aðgengið gott

Walking1Öldruðum sem telja heilbrigðisþjónustu fara versnandi fjölgar eða um 45% aðspurðra sé miðað við sambærilegar mælingar frá árinu 2007 og 1999. Þetta kemur fram í nýrri Könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem framkvæmd var fyrir velferðarráðuneytið, velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Landssamband eldri borgara. Þá kemur fram í könnuninni að meirihluti aldraðra telji aðgengi að þeirri heilbrigðisþjónustu sem þeir þurfa á að halda sé gott en athygli vekur að eftir því sem heilsa aldraðra einstaklinga er verri telji þeir að aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé lakara. Hér fyrir neðan má sjá tengil sem vísar í niðurstöður könnunarinnar.

Smella hér til þess að sjá niðurstöður

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila