Almenningssamgöngur ekki raunhæfur kostur í dag

Halldór Halldórsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Það væri hyggilegra að fara þá leið að bæta samgöngumál borgarinnar með því að bæta strætisvagnakerfið og flutningsleiðir fremur en að setja upp lestarkerfi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halldórs Halldórssonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Halldór bendir á að í dag séu almenningssamgöngur ekki raunhæfur valkostur “ einfaldlega vegna þess að þær eru bara ekki nógu góðar, með því að bæta megin flutningsleiðir og vera með sér rými t,d fyrir sjálfkeyrandi bíla í framtíðinni þá erum við að bæta flutningsgetuna„,segir Halldór.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila