Alþingi lagði Vigdísi í einelti en enginn mótmælti því

Þegar rætt er um einelti og illmælgi á Alþingi virðist oft eins og það sé ekki sama hverjir eiga í hlut, til dæmis sé skemmst frá því að minnast hvernig komið var oft fram við Vigdísi Hauksdóttur á hennar þingferli af hálfu sumra þingmanna. Þetta var meðal þess sem fram kom í samtali Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í símatímanum í gær. Þar ræddu Arnþrúður og Pétur um þá umræðu sem átt hefur sér stað í samfélaginu og þinginu í kjölfar klaustursmálsins fræga, og því hvernig athugasemdakerfum sumra fjölmiðla er beitt kerfisbundið til þess að rakka niður persónur, og hvernig vissir fjölmiðlamenn fara huldu höfði sjálfir í athugasemdakerfunum til þess að kynda upp fyrir netníðingana. Hlusta má á samtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila