Annað Ísland: Dæmi um að fyrirtæki láti erlenda starfsmenn gista í hjólhýsum

Gunnar Smári Egilsson og Sigurjón M. Egilsson.

Dæmi eru um að fyrirtæki láti erlenda starfsmenn sína gista í hjólhýsum og öðru misgóðu húsnæði, auk þess sem hreinlætisaðstöðu er oft ábótavant. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hjalta Tómassonar starfsmanns Verkalýðsfélaga á Suðurlandi í þættinum Annað Ísland í dag en hann var viðmælandi Gunnars Smára Egilssonar og Sigurjóns M. Egilssonar. Hjalti sagði að mikill meirihluti fyrirtækja standi sig með sóma gagnvart erlendu starfsfólki, þó séu til dæmi um slæman aðbúnað sem séu afar sláandi “ það eru jafnvel dæmi um vaktir sem skipta með sér rúmum, á meðan önnur vaktin vinnur nýtir hin rúmin til að sofa og svo er skipt, þetta eru allt dæmi sem við þekkjum„,segir Hjalti. Þátturinn í dag var helgaður atvinnumálum, innflytjendum í láglaunastörfum, fósturheimilabörnum og verkalýðsbaráttur opinberra starfsmanna. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila