Annað Ísland: Lágstéttir eiga undir högg að sækja í grunnkerfum samfélagsins

Lágstéttir eiga almennt erfiðara uppdráttar innan grunnkerfa samfélagsins sem leiðir til þess að staða þeirra innan samfélagsins og heilsa er verri en þeirra sem betur standa. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum Annað Ísland í dag. Gestir þáttarins, þau Áslaug Björgvinsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Auður Magndís Auðardóttir og Kolbeinn H. Stefánsson ræddu þar hvernig staða þeirra sem lægstar hafa tekjurnar eru innan grunnkerfanna. Þá kom fram að þeir sem eru á lægstu kjörunum búa frekar við heilsufarsleg vandamál en aðrar stéttir, það megi til að mynda rekja til lengri vinnutíma, meira álags og líkamlegrar erfiðisvinnu. Þá hefur lágstéttafólk minni möguleika á að leita með mál til dómstóla til þess að leita réttar síns þar sem þeir hafi einfaldlega ekki efni á lögmannsaðstoð. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila