Ástæða til að listamenn hafi áhyggjur af kærum vegna meintrar hatursorðræðu

ernayroldudottir-001Erna Ýr Öldudóttir segir að listamenn ættu að hafa áhyggjur af þeim kærum sem lagðar hafa verið fram að undanförnu gegn einstaklingum fyrir meinta hatursorðræðu. Þetta ver meðal þess sem fram kom í máli Ernu í síðdegisútvarpinu í dag en Erna var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Erna bendir á máli sínu til stuðnings að í mörgum ríkjum heims séu listamenn fangelsaðir fyrir það eitt að tjá list sína „þetta er rosalega alvarlegt og kemur listamönnum við því ekkert er listamönnum mikilvægara en tjáningarfrelsið„,segir Erna. Þátturinn verður endurfluttur í kvöld kl.22:00.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila