Ástandið komið úr böndunum í Svíþjóð

Gústaf Skúlason.

Glæpastarfsemi og óöld sem ríkt hefur í Svíþjóð er orðinn slík að ekki fæst við neitt ráðið og lögreglan er ráðþrota, og til að bæta fráu ofan á svart vilja ISIS menn sem fóru frá Svíþjóð til þess að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin snúa aftur heim. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar í þættinum Heimsfréttirnar, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Gústaf sem búið hefur í Svíþjóð í áratugi lýsti ástandinu í þættinum “ þessir sem eru enn niðri í Sýrlandi og eru sænskir ríkisborgarar, það er nóg fyrir þá að banka upp á hjá sænsku sendiráði og þá er þeim séð fyrir fari heim„,segir Gústaf. Gústaf bendir á að eftir að þessir aðilar hafa snúið til baka sé þeim frjáls för um allt “ það er til dæmis ekkert sem kæmi í veg fyrir að þeir færu til Íslands„,segir Gústaf. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila