Atvinnulausir óttast að vera dæmdir af samfélaginu

Hrefna Birgitta Bjarnadóttir kennari í NLP -Markþjálfun

Dæmi eru um að atvinnulausir forðist að mæta í fermingarveislur af ótta við að fá óþægilegar spurningar um hagi sína og að vera dæmdir út frá þeim. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hrefnu Birgittu Bjarnadóttur kennara í NLP-markþjálfun í viðtali á Útvarpi Sögu í gær, en Hrefna var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Hrefna segir að ástæður þessa megi rekja til samfélagsgerðar nútímans „ það eru þessar kröfur sem eru í þjóðfélaginu, alltaf að verða meiri og meiri pressa„. Hún segir gildin hafa þó breyst til hins betra og eldra fólk líti þessa hluti öðrum augum en yngra fólkið „þegar við erum kominn á þann aldur að sjá sögulega breytingu, það eru bara eðlilegar breytingar, að gildin sem voru þegar við vorum að alast upp voru að maður var ekki maður með mönnum nema að hafa vinnu og að að þeir sem voru að fá bætur frá velferðarsviðinu voru bara aumingjar„. Hlusta má á viðtal Arnþrúðar við Hrefnu Birgittu í spilaranum hér fyrir neðan.

Athugasemdir

athugasemdir