Bandaríkjamenn kanna hvort efnavopnaárás hafi átt sér stað í Sýrlandi

Haukur Hauksson fréttamaður í Moskvu.

Bandaríska varnarmálaráðuneytið kannar nú hvað hæft sé í þeim fréttum sem fram hafa komið af meintri efnavopnaárás sem á að hafa átt sér stað í bænum Douma í Sýrlandi á laugardag. Haukur Hauksson fréttamaður í Moskvu sem fylgst hefur með þróun mála var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag þar sem hann greindi frá nýjustu fréttum af málinu. Haukur benti á að Assad forseti Sýrlands hefði engan sjáanlegan hag af slíkri árás gegn eigin borgurum, auk þess sé tímasetning hinnar meintu árásar undarleg á ýmsa lund. Hlusta má á fréttaskýringu síðdegisútvarpsins á atburðunum í Sýrlandi í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila