Beint flug frá Bretlandi til Akureyrar hafið

Fyrst beina flugið frá Bretlandi til Ak­ur­eyr­ar á veg­um ferðaskrif­stof­unn­ar Super Break hófst á föstudag. Við upphaf ferðarinnar í Cardiff fylgdi Akureyringurinn og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson farþegum úr hlaði en hann spilar með Cardiff City. Við komuna til Akureyrar var tekið á móti farþegunum með viðhöfn  og klipptu Eiríkur Björn bæj­ar­stjór­i og Þórdís Kolbrún ráðherra ferðamála á borða eft­ir að farþegar gengu frá borði.  Í vetur mun Super Break bjóða ferðir til Akureyrar frá ýmsum borgum á Englandi og segja forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar að viðtökurnar hafi farið fram úr vonum og munu um 2.500 breskir ferðamenn koma til Akureyrar í janúar og febrúar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila