Bjarni Ben segir lögbannið koma sér mjög illa á þessum tímapunkti

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.

Lögbann sýslumanns á fréttaflutning Stundarinnar um Bjarna Benediktsson forsætisráðherra, er fáránlegt og kemur á slæmum tímapunkti. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bjarna Benediktssonar í kosningaútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Bjarni segir lögbannið síst þjóna hagsmunum hans “ ég er búinn að eyða einhverjum dögum í að svara fyrir þetta, þetta er svo mikill fáránleiki og það þjónar á engan hátt mínum hagsmunum að þessi uppákoma sé að eiga sér stað í aðdraganda þessara kosninga og ég vil bara halda því til haga að ég hef frá því ég steig inn á vettvang stjórnmálanna og tala nú ekki um þegar ég varð formaður, iðulega verið spurður spurninga um þau ár sem ég var í viðskiptalífinu, og ég hef svarað því, komið með skýringar og bent á að það hefur allt verið skoðað varðandi hrunið og aðdraganda þess bæði af slitastjórninni og þeirra sem rannsökuðu þann aðdraganda og það hefur aldrei neitt komið í ljós sem ekki stenst skoðun varðandi mín mál„,segir Bjarni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila