Bjarni Benediktsson segir von á öðru fjármálahruni

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir von á öðru fjármálahruni. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu Sky við Bjarna sem birt var í gærkvöld. Í viðtalinu segir Bjarni að hann geti ekkert sagt um tímasetningar í þessu sambandi en segir að “menn geri mistök og að græðgi muni leiða til slæmra ákvarðana“. Í umfjölluninni kemur ekki fram hvort ummæli Bjarna eigi við um íslenska fjármálakerfið en í viðtalinu segir Bjarni að honum hafi fundist að Bretar hafi ekki tekið nægilega hart á breskum bankamönnum í kjölfar hrunsins, honum finnist of lítið hafa verið gert til þess að rannsaka meinta brotlega starfsemi, og vænlegra hefði verið ef Bretar hefðu farið að fordæmi Íslendinga í þeim efnum.

Athugasemdir

athugasemdir