Bjarni vill boða til kosninga

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra vill að gengið verði til kosninga í kjölfar þess að Björt Framtíð ákvað að segja sig frá ríkisstjórnarsamstarfinu í gær. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Valhöll rétt í þessu. Bjarni sagði afar mikilvægt að kosningar færu fram sem allra fyrst og þá gagnrýndi Bjarni Bjarta Framtíð fyrir að ganga úr samstarfinu og sagði að með því hafi komið í ljós ákveðnir veikleikar flokksins. Þá sagði Bjarni að ákvæði um uppreist æru væri úr takti við þann hugsanahátt sem íslendingar hefðu tileinkað sér og að ráðamenn hefðu brugðist í því að færa ákvæðið í nútímahorf.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila