Björgunarsveitir kallaðar út til aðstoðar á Mosfellsheiði

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til þess að aðstoða ökumenn í vanda á Mosfellsheiði en ekkert ferðaveður er á heiðinni eins og sakir standa. Búið er að loka heiðinni fyrir frekari umferð. Veður er víða slæmt á landinu og ófært víða, en gengið hefur á með hríðarveðri og skafrenningi víða um land. Rétt er að þeir sem hyggja á ferðir milli landshluta bíði af sér óveðrið og haldi alls ekki af stað á illa búnum bílum. Gert er ráð fyrir að veðrið gangi niður í kvöld og nótt.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila