Bóndi á Suðurlandi sviptur umráðarétti yfir sauðfé sínu sökum sinnuleysis

Matvælastofnun hefur svipt bónda nokkrum á Suðurlandi umráðarétti yfir um 20 kindum vegna sinnuleysis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. Í tilkynningunni segir að búið sé að fá aðila til þess að sjá um dýrin fram yfir sauðburð en ekki þykir að svo stöddu til þess að flytja dýrin af bænum þar sem ástand dýranna þyki viðunandi eins og staðan er í dag. Fram kemur að Matvælastofunum geti krafist þess af hálfu eiganda dýranna að hann greiði þann kostnað sem hlýst af þvingunaraðgerðunum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila