Borgarbúar beðnir um að moka frá ruslatunnum

Reykjavíkurborg hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þeim tilmælum er beint til íbúa borgarinnar að gæta þess að snjó sé mokað frá ruslatunnum og ruslageymslum. Eins og gefur að skilja er sorphirða erfið þegar snjóþungi er jafn mikill og hann er nú og því mikilvægt að allir leggist á eitt og auðveldi sorphirðumönnum aðgengi að tunnunum. Hér fyrir neðan má sjá sorptæmingardagatal sorphirðunnar.
·       12. – 13. feb.  Austurbær austan Snorrabrautar að Kringlumýrarbraut – grænar og bláar
·       13. – 14. feb. Austurbær – austan Kringlumýrarbrautar að Grensásvegi / Dalbraut – grænar og bláar
·       14. – 16. feb. Austurbær – austan Grensásvegar Dalbrautar að Elliðaám – grænar og bláar

Athugasemdir

athugasemdir

Deila