Braust inn í Læknamiðstöðina í Glæsibæ

loggubillinn834Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um innbrot í Læknamiðstöðina í Glæsibæ á áttunda tímanum í morgun. Það var starfsmaður miðstöðvarinnar sem varð fyrst var við innbrotið þegar hann mætti til vinnu, en þjófurinn var enn á staðnum og hafði sofnað á biðstofunni. Lögreglan handtók manninn sem var í annarlegu ástandi og flutti í fangageymslu þar sem hann fékk að halda áfram að sofa. Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Þá fékk lögregla tilkynningu um að ölvaður ökumaður hefði lent í árekstri í austurbæ Kópavogs, sá var sömuleiðis handtekinn og færður á lögreglustöð í blóðsýnatöku og má búast við sviptingu ökuréttinda auk fjársektar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila