Breyttri fiskveiðistjórnun fylgir aukin slysahætta

haukursigvaldaHaukur Sigvaldason þúsundþjalasmiður sem unnið hefur að sjóslysakvikmyndinni Brotið segir að breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi geti fylgt aukin slysahætta. Haukur sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgun segir að til dæmis geti talsverð slysahætta fylgt strandveiðum nútímans enda megi menn bara róa á ákveðnum dögum “ menn eru að sækja sjóinn jafnvel í veðrum sem að varla er kannski vit í að fara út í„,segir Haukur. Haukur missti föður sinn í sjóslysi árið 1963 og þekkir því vel til afleiðinga sjóslysa en myndin brotið fjallar einmitt um slysið. Í myndinni er meðal annars rætt við aðstandendur þeirra sem fórust og reynt að varpa ljósi á þennan myrka atburð sem ekki líður nokkrum dalvíkingi úr minni. Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld klukkan 18:00.

Smelltu hér til þess að lesa nánar um myndina

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila