Byggja þarf húsnæði í samræmi við breytt búsetumynstur

Óskar Bergsson fasteignasali hjá Eignaborg.

Nauðsynlegt er að koma til móts við þarfir þjóðarinnar og byggja minni og ódýrari íbúðir í samræmi við breytt búsetumynstur íslendinga. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Óskars  Bergssonar fasteignasala í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Óskar segir úthverfin henta best til þess að byggja slíkar íbúðir „vegna þess að þar eru lóðirnar ódýrari og þar er líka hægt að byggja á ódýrari máta, sérstaklega með tilliti til bílastæða og slíks, skipulagsyfirvöld á Íslandi, og ekki síst hér í borginni þar sem menn ættu að vera fremstir í flokki ættu að horfa til breytts búsetumynsturs, það er alltaf að fjölga hér fólki sem býr eitt, kjarnafjölskyldan er að minnka, þannig það er töluvert mikil eftirspurn eftir húsnæði sem er á bilinu 40-50 fermetrar„segir Óskar. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila