Býr í bílnum og borgar tugi þúsunda fyrir rafmagn sem slær út oft á sólarhring

Gylfi Ægisson tónlistarmaður.

Gylfi Ægisson tónlistarmaður sem nú er heimilislaus segir ástandið í húsnæðum algjörlega til skammar og segist ætla að berjast til síðasta blóðdropa til þess að koma yfirvöldum í skilning um aðstæður heimilislausra. Gylfi sem dvelur þessa dagana í bíl sínum á tjaldsvæðinu í Laugardal segir að hann borgi 46 þúsund krónur fyrir að leggja bíl sínum á tjaldstæðinu og fá afnot af rafmagni, sem þó virkar afar takmarkað “ það er alltaf að detta út og ég þori til dæmis ekki að tengja tölvuna við rafmagnið af ótta við að það slái út, en það á víst að skoða þetta eitthvað á föstudaginn„,segir Gylfi. Gylfi segir að vistin sé nokkuð köld, sérstaklega að næturlagi “ koddinn fraus við andlitið á mér í nótt, en þetta er nú það sem eldri borgurum er boðið upp á„. Þá segir Gylfi að hann hafi miklar áhyggjur af útigangsfólki sem lítið sem ekkert sé gert fyrir “ þetta fólk er að hrynja niður í kuldanum og frjósa í hel„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila