Dagur fékk undanþágu hjá borginni til þess að reka verslun í kjallara í eigin húsi

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk undanþágu hjá skipulagsyfirvöldum Reykjavíkur til þess að reka verslun í kjallara í sínu egin húsi.

Þetta kom fram í máli Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Marta segir Dag hafa sótt um undanþáguna þar sem ekki væri aðgengi fyrir fatlaða „það er mjög óeðlilegt að sjálfur borgarstjóri sé að sækja um undanþágur hjá borginni sem hann sjálfur stjórnar“, segir Marta.

 

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila