Donald Trump segir loftárásir yfirvofandi í Sýrlandi

Donald Trump forseti Bandaríkjanna.

Donald Trump forseti Bandaríkjanna greindi frá því í morgun á Twitter að Bandaríkjamenn myndi hefja loftárásir á Sýrland innan tíðar. Í færslu forsetans beindi hann orðum sínum að Rússum og sagði þeim óhætt að trúa að loftárásir á Sýrland yrðu að veruleika innan skamms og að þeir ættu ekki að styðja þjóðir sem beita eiturgasi gegn saklausum borgurum. Í síðdegisútvarpinu í dag kl.16:00 verður rætt við Hauk Hauksson fréttamann í Moskvu þar sem hann greinir nánar frá yfirvofandi árásum á Sýrland.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila