Drífa Snædal kjörin forseti ASÍ

Drífa Snædal nýr forseti ASÍ.

Drífa Snædal var nú fyrir stundu kjörin forseti ASÍ. Drífa var kjörinn með 192 atkvæðum eða 65,8% atkvæða. Sverrir Már Albertsson sem einnig bauð sig fram til embættis forseta ASÍ hlaut 34,2% atkvæða eða 100 atkvæði. Drífa sem er fyrsta konan sem gegnir embætti forseta ASÍ sagði í þakkarræðu sinni á fundi ASÍ að henni hlakkaði til þess að takast á við þau krefjandi verkefna sem bíða hennar og segist ætla að leggja sig alla fram við að tala máli allra félagsmanna.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila