„Ég hef 40 ár til þess að berjast fyrir afnámi tekjutengingar lífeyris“

jonragnarrikhardssonJón Ragnar Ríkharðsson sjómaður og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins segir að eitt hans helsta baráttumál verði að berjast fyrir afnámi tekjutengingar ellilífeyris. Jón sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun segir að hann sé ekki á því að gefast upp ef hann nái ekki að komast á þing og segist ætla að bjóða fram þar til hann verður níræður ef svo ber undir til þess að berjast fyrir sínum hugsjónum “ þannig ég hef 40 ár til þess að tala fyrir þessu og ég mun aldrei taka undir það að skerða tekjur til aldraðra og öryrkja, og ég skal lofa einu, að verði ég á þingi og komi sú ógæfa upp að minn flokkir leggi til að lækka bætur til aldraðra og öryrkja eða viðhalda þessum tekjutengingum eða jafnvel auka þær, að þá mun ég standa í pontu og tala gegn því, ég mun aldrei greiða svoleiðis atkvæði„,segir Jón Ragnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila