„Eigum að hafa utanríkisstefnu sem styður þá sem eru í veikari stöðu“

Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíallistaflokks Íslands.

Utanríkisstefna Íslands ætti að vera með þeim hætti að Ísland lýsi alltaf yfir stuðningi við þá hópa sem eigi undir högg að sækja. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnars Smára Egilssonar formanns framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands og blaðamanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Gunnar segir að sem dæmi gæti Ísland stutt við Úkraínumenn gagnvart Rússum, Kúrdum gagnvart Tyrkjum og ýmsum minnihlutahópum og smáþjóðum “ við eigum til dæmis að styðja við blökkumenn í Bandaríkjunum,  Færeyinga og svo framvegis, þessi utanríkisstefna sem nú er rekin er eins og að vera í jakka með tíu kílómetra langa ermi, við einfaldlega pössum ekki í þessi föt„,segir Gunnar Smári.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila