Eineltismálin lenda allt of oft á þolendum og fjölskyldum þeirra

Gísli Kr. Björnsson lögmaður og nýskipaður ræðismaður Marokkó á Íslandi.

Það vill oft brenna við í íslensku samfélagi að þolendur eineltis og fjölskyldur þeirra sitja uppi með eineltið og úrvinnslu þess á meðan gerandinn er stikkfrír. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gísla Kr. Björnssonar lögmanns og nýskipaðs ræðismanns Marokkó á Íslandi í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Gísli segir að í störfum hans sem lögmaður hafi hann meðal annars þurft að taka á eineltismálum “ í einu málinu leitaði til mín móðir og ég sendi foreldrum geranda eineltis bréf þar sem ég varaði við mögulegri skaðabótakröfu vegna eineltisins, en svo hefði auðvitað þurft að láta bara reyna á þetta, og móðirin var alveg tilbúin að ganga þessa leið í málinu“,segir Gísli. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

 

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila