Einkarekin heilsugæslustöð nýtur mikilla vinsælda

Þórarinn Ingólfsson heimilislæknir og formaður Félags Íslenskra heimilislækna.

Þórarinn Ingólfsson formaður Félags íslenskra heilsugæslulækna sem ásamt öðrum heimilislæknum setti á fót einkarekna heilsugæslustöð fyrir nokkrum misserum segir að stöðin hafi fengið gríðarlega góðar viðtökur. Þórarinn sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag segir að í dag séu þúsundir skjólstæðinga komnir á skrá á heilsugæslustöðinni “ okkur þarna uppi á Bíldshöfða hefur verið gríðarlega vel tekið og nú hafa skráð sig um 7500 manns á þessum fjórum mánuðum sem við höfum verið starfandi, þannig að þörfin er vissulega fyrir hendi, samkeppnin skerpir alla, líka hið opinbera kerfi og það hefur bara sýnt sig„,segir Þórarinn.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila