Einkareknum fjölmiðlum gert að búa við lagaumhverfi sem ekki er í takt við tímann

sigmundurernirSigmundur Erni Rúnarsson dagskrárstjóri Hringbrautar og fyrrverandi þingmaður segir umsvif RÚV á auglýsingamarkaði ekki vera einu hindrunina í vegi einkarekinna fjölmiðla því lagaumhverfið sem þeir búa við sé orðið úrelt. Sigmundur sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag bendir á að einkareknir fjölmiðlar á íslandi séu einnig í harðri samkeppni við aðra miðla sem koma erlendis frá „ Netflix, Facebook og Google og hvað þetta nú allt saman heitir eru að koma inn á markaðinn ásamt reyndar öðrum miðlum hefðbundum, erlendum sjónvarpsstöðvum, erlendum útvarpsstöðvum og erlendum tímaritum sem lúta allt öðrum reglum heldur en íslenskum fjölmiðlum er gert að fara eftir, lögin verða náttúrulega verða að endurspegla tímann og vera í takti við tímann, en þau eru það ekki og fyrir vikið er einkareknum fátækum miðlum gert að fara að reglum sem kosta þá gríðarlega fjármuni á meðan aðrir miðlar sem að þessir miðlar eru að keppa við eru í lausu lofti og þurfa því ekki að fara eftir þeim lögum sem hinir þurfa að fara eftir“ segir Sigmundur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila