Elliði Vignisson: Sjálfstæðisflokkurinn er velferðarflokkur

eyjarnar22Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum sem nú íhugar að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi segist ánægður með þá stefnu sem Bjarni Benediktsson hefur boðað fyrir komandi kosningar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sé velferðarflokkur. Elliði sem var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag segist aðspurður um hvaða mál hann vilji sjá að flokkurinn leggi áherslu á að þau séu fjölmörg „ þau eru fjölmörg, Sjálfstæðisflokkurinn má aldrei verða eins máls flokkur, ég er mjög fylgjandi þeirri stefnu sem að Bjarni Benediktsson er að boða í viðtali við Morgunblaðið núna um helgina, Sjálfstæðisflokkurinn er velferðarflokkur, hann er flokkur fjöldans„,segir Elliði.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila