Erlendir sérfræðingar veita ráðgjöf um mótun íslenskrar peninga og gengisstefnu

Verkefnastjórn sem forsætisráðherra skipaði til að leggja mat á peninga- og gengisstefnu Íslands eftir losun fjármagnshafta hefur að undanförnu átt fjölmarga fundi með fulltrúum úr fræðasamfélaginu, frá þeim  stofnunum sem koma að framfylgd peningastefnunnar og hagsmunaaðilum, auk þess að funda með þingflokkum og fleiri aðilum. Verkefnastjórnin ákvað í kjölfar þeirrar vinnu að bjóða erlendum sérfræðingum að veita stjórnvöldum ráðgjöf um mótun framtíðar peninga og gengisstefnu. Nokkrir erlendir sérfræðingar hafa nú þegar þegið boðið en þar ber fyrst til að telja Patrick Honohan, fyrrum seðlabankastjóra Írlands, og Athanasios Orphanides, prófessor við MIT-háskóla og fyrrum seðlabankastjóra Kýpur, sem munu meta reynsluna af verðbólgumarkmiði fyrir Ísland og reifa hugsanlegar umbætur. Sebastian Edwards, prófessor við UCLA-háskóla mun sérstaklega meta aðra valmöguleika peningastefnu fyrir Ísland en núverandi verðbólgumarkmið. Þá mun Lars Jonung, prófessor við Háskólann í Lundi og Fredrik N. G. Andersson dósent við sama skóla fjalla um íslenska peningastefnu í norrænum samanburði.

Athugasemdir

athugasemdir