„Erum hugsjónafólk sem berst fyrir breytingum í samfélaginu“

ragnarthor7Ragnar Þór Ingólfsson frambjóðandi Dögunar segir að þrátt fyrir að kannanir sýni lítið fylgi við flokkinn og þar af leiðandi fái flokkurinn minni umfjöllun en stærri flokkar séu það málefnin sem skipti öllu. Ragnar sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í gær ásamt Gunnari Skúla Ármannssyni sem einnig er í framboði fyrir Dögun segir flokksmenn ekki gefast upp þó meðbyrinn sé ekki sérlega mikill “ við erum hugsjónafólk sem hefur verið að berjast fyrir breytingum í þessu þjóðfélagi frá hruni og jafnvel fyrir hrun ég til dæmis sjálfur og ég veit að Gunnar er þar líka að þetta er í rauninni bara lífsmottó, þetta er hugsjón og ég lít á mig sem baráttumann fyrir sanngjarnari og betri lífsgæðum allra„,segir Ragnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila