ESB er vandræðamál í pólitíkinni

olafurgunnarsfrettaÓlafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir og frambjóðandi Vinstri grænna segir Evrópusambandsmálið vera orðið mikið vandræðamál í pólitíkinni hér á landi. Ólafur sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í gær segir þá afstöðu Vinstri grænna um að Ísland eigi ekki að ganga í Evrópusambandið vera alveg skýra og ekki séu líkur á að sú afstaða breytist gangi þeir í ríkisstjórn eftir kosningar “ ég hef ekki eina einustu trú á því að það verði farin einhvern Evrópuleið í samstarfi Vinstri grænna við einhverja aðra flokka„,segir Ólafur.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila