Evrópusambandið óttast afleiðingar ef Bretland kemur vel út úr Brexit

Páll Vilhjálmsson kennari og bloggari.

Evrópusambandið óttast að ef vel takist til með útgöngu breta muni það hafa þær afleiðingar að önnur lönd muni fylgja í fótspor breta. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Páls Vilhjálmssonar kennara og bloggara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Í þættinum ræddi Páll meðal annars um Brexit og mögulegar afleiðingar þess “ ef ferlið hjá bretum tekst vel munu auðvitað önnur lönd feta sömu braut og þá yrðu dagar Evrópusambandsins fljótt taldir „,segir Páll. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

 

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila