Eygló Harðardóttir stóð í vegi fyrir kortlagningu húsnæðisvandans

Hólmsteinn A. Brekkan framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda

Eygló Harðardóttir fyrrverandi félags og húsnæðismálaráðherra vildi ekki kortleggja umfang húsnæðisvandans í ráðherratíð sinni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hólmsteins A. Brekkan framkvæmdastjóra Samtaka leigjenda í morgunútvarpinu í morgun en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Hólmsteinn segir að Eygló hafi staðið afar föst fyrir á því að vandinn yrði ekki kortlagður því sannleikurinn um ástandið í húsnæðismálum hafi ekki þolað dagsins ljós “ hún var alveg þversum á móti því að það ætti að halda utan um þetta, það mátti ekki koma í ljós hversu alvarlegur vandinn væri orðinn„,segir Hólmsteinn. Þá segir Hólmsteinn að enn sé umfang vandans ókortlagt “ það eina sem til er um þetta eru upplýsingar frá slökkviliðinu sem keyrir um á kvöldin og kannar iðnaðarhúsnæðin og hvar séu kveikt ljós til þess að kortleggja hvar fólk býr„.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila